Örstuttir tónleikar á Sal í Gamla skóla

Í löngu frímínútum í morgun voru örstuttir tónleikar á Sal í Gamla skóla. Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir í 4. bekk A lék á selló við píanóundirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.

Lesa meira

MA-fréttir

Í tengslum við kynningarfund fyrir foreldra og forráðamenn nemenda 1. bekkjar á laugaraginn kemur hafa þeim verið sendar MA-fréttir, svolítið fréttabréf úr skólanum

Lesa meira

Kynning fyrir stjórnendur og námsráðgjafa grunnskóla

NÝ DAGSETNING - BREYTTUR TÍMI. Menntaskólinn á Akureyri býður skólastjórnendum og námsráðgjöfum grunnskólanna á Akureyri og nágrenni á kynningar- og umræðufund um breytingar vegna nýrrar námskrár.
Lesa meira

Kynningarfundur laugardag

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri verður á laugardaginn og hefst klukkan 14.30

Lesa meira

Jöfnunarstyrkurinn, nemendur góðir

Jöfnunarstyrkur er fyrir þá sem sækja nám fjarri lögheimili og fjölskyldu. Umsóknarfrestur er til 15. október, svo það er ekki eftir neinu að bíða ef ekki er þegar búið að sækja um.
Lesa meira

Mentorverkefnið 2009-2010

Í gær var haldinn upphafsdagur mentorverkefnisins Vináttu í Kvos MA. Um er að ræða verkefni sem nemendur MA og VMA vinna með grunnskólabörnum.

Lesa meira

Brellur í efnafræðikennslu

Í dag var gerð fyrsta efnafræðibrella vetrarins, en efnafræðikennarinn, Henrik Cornelisson van de Ven, hefur tekið upp þann sið að verðlauna bekki fyrir góða frammistöðu með því að sýna þeim brellur

Lesa meira

Muninn.is

Vefur nemenda, muninn.is, liggur niðri í nokkra daga á meðan unnið er að því að endurhanna hann. Vonir standa til að hann verði opnaður á ný, ferskur og góður, í næstu viku.
Lesa meira

Um endurgreiðslu félags- og sjóðagjalda

Þeir nemendur sem óska að fá endurgreidd félagsgjald í Hugin eða gjöld í Nemenda- og/eða Skólasjóð MA
skulu sækja um það á þar til gerðu eyðublaði sem fæst afhent í afgreiðslu skólans í Hólum.
Lesa meira

Þing norðlenskra framhaldsskólakennara

Kennsla féll niður í MA í dag eins og í öðrum framhaldsskólum á Norðurlandi vegna haustþings framhaldsskólakennara, sem fram fór í VMA að þessu sinni.
Lesa meira