- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fjölbreytni í kennslu- og námsháttum er í hávegum höfð, en þó er svolítið óvenjulegt, svo ekki sé tekið dýpra í árinni, að íslenskukennsla fari fram á vaxtarræktarstöð.
Á degi íslenskrar tungu hafa nemendur farið um skóla, gengið í bekki og lesið upp íslensk ljóð, hengt upp á veggi sýnishorn af íslenskum ljóðum og eitt og annað um málfar Íslendinga
Í morgun voru enn einir örtónleikarnir í löngu frímínútunum á Sal í Gamla skóla. Sunna Berglind Sigurðardóttir og Védís Áslaug Valdimarsdóttir léku á flautur.
Mánudaginn 9. nóvember fór 3. bekkur félagsfræðibrautar í söguferð um Eyjafjörð og Skagafjörð. Yfirskrift ferðarinnar var ? Norðlenskar miðaldir?.
Nemendur opnuðu í gær nýjan og endurbættan vef sinn muninn.is. Nýtt útlit hefur verið hannað og vefurinn settur upp og forritaður í nýju vefumsjónarkerfi.
Sem fyrr var sagt fóru kennarar og starfsmenn skólans og unnu að undirbúningi nýrrar námskrár og nýs skólakerfis í Sveinbjarnargerði á miðvikudaginn var.
Ekki er farið með nemendur fyrsta bekkjar í skálaferð að Hólavatni eins og undanfarin ár. Það er vegna samdráttar í skólahaldi. Þess í stað er bryddað upp á ýmsu til að fá nýnemana til að kynnast og samlagast.
Allt starfsfólk Menntaskólans á Akureyri verður á samráðsfundi um nýja námskrá skólans í Sveinbjarnargerði eftir hádegi á morgun, miðvikudag.