Borgum úthlutað

Nemendur á ferðamálakjörsviði málabrautar í 4. bekk fengu í gær úthlutað borgum í Evrópu til að kynna sér sérstaklega. Fimm þeirra verða stýrendur í ferðum þeirra til jafnmargra borga nú á vorönninni.

Lesa meira

Upphaf vorannar

Starf á vorönn í Menntaskólanum á Akureyri hefst mánudaginn 1. febrúar. Nemendur hitta umsjónarkennara sína og sýnd verða próf í allmörgum greinum.

Lesa meira

Myndir á gangi

Í próftíðinni hafa hangið á ganginum milli Hóla og Gamla skóla myndir úr smiðju nemenda sem hafa verið í myndmennt á haustönninni.

Lesa meira

Þorrastefna á miðvikudag

Haustannarprófum reglulegum er lokið, en í dag og á morgun eru sjúkrapróf. Kennarar vinna að uppgjöri próftíðar og undirbúa kennslu á vorönn. Þorrastefna er á miðvikudag.

Lesa meira

MA vann MÍ í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Akureyri vann lið Menntaskólans á Ísafirði örugglega í fyrstu útvarpsumferðinni í Gettu betur í kvöld. MA dróst á móti Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í annarri umferð

Lesa meira

Prófatörnin hálfnuð

Fyrri viku reglulegra haustannarprófa í MA er nú lokið. Að sögn prófstjóra, Sigurlaugar Önnu Gunnarsdóttur, hefur prófhald gengið vel og heilsufar nemenda verið gott.

Lesa meira

Flæðigos í 1B

Nemendur í 1. bekk B hafa eins og aðrir nemendur í jarðfræði unnið ýmis verkefni og eitt af þeim var opinberað í dag, flæðigos.

Lesa meira

Skólastarf hefst á ný

Skólastarf hefst að loknu jólaleyfi mánudaginn 4. janúar. Kennt verður í eina viku en síðan hefjast haustannarpróf.

Lesa meira

MA : MÍ 18. janúar

Dregið hefur verið í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fer á Rás 2. Menntaskólinn á Akureyri dróst á móti Menntaskólanum á Ísafirði 18. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Jólaleyfi

Jólaleyfi hefst í Menntaskólanum á Akureyri í dag. Nemendur halda heim á leið, en jólaleyfi stendur til 4. janúar 2010.

Lesa meira