Prófatörnin hálfnuð

Fyrri viku reglulegra haustannarprófa í MA er nú lokið. Að sögn prófstjóra, Sigurlaugar Önnu Gunnarsdóttur, hefur prófhald gengið vel og heilsufar nemenda verið gott.

Lesa meira

Flæðigos í 1B

Nemendur í 1. bekk B hafa eins og aðrir nemendur í jarðfræði unnið ýmis verkefni og eitt af þeim var opinberað í dag, flæðigos.

Lesa meira

Skólastarf hefst á ný

Skólastarf hefst að loknu jólaleyfi mánudaginn 4. janúar. Kennt verður í eina viku en síðan hefjast haustannarpróf.

Lesa meira

MA : MÍ 18. janúar

Dregið hefur verið í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fer á Rás 2. Menntaskólinn á Akureyri dróst á móti Menntaskólanum á Ísafirði 18. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Jólaleyfi

Jólaleyfi hefst í Menntaskólanum á Akureyri í dag. Nemendur halda heim á leið, en jólaleyfi stendur til 4. janúar 2010.

Lesa meira

Enskujól

Það var jólaþema í ensku hjá Ingibjörgu Ágústsdóttur og 4. bekk F í morgun. Nemendur drógu ýmis verkefni og þurftu að leysa þau með enska tungu að vopni.

Lesa meira

Ferðamálafólk í Jólahúsferð

Síðasti vinnudagur nemenda 4. bekkjar A í ferðamálafræði var í gær, miðvikudag. Brugðið var út af hefðbundinni dagskrá og farið í leiðangur til að kynnast starfsemi Jólahússins í Eyjafirði.

Lesa meira

Jólatími sálfræðinema

Sálfræðinemendur í 4. bekk MA hafa á önninni unnið að rannsóknaverkefnum og hlýtt reglulega á gestafyrirlestra. Jólafundurinn var eins konar uppskerutími annarinnar.

Lesa meira

Niðurstöur rannsókna birtar

Drjúgur þáttur í námi í 4. bekk á félagsfræðibraut er rannsókn á viðhorfum nemenda, könnun og úrvinnsla. Félagsfræðinemar kynna niðurstöður rannsókna sinna þessa dagana.

Lesa meira

Muninn kominn út

Það er alltaf dálítið sérkennileg stund þegar skólablaðið Muninn kemur út, Formleg athöfn í Kvosinni og síðan sitja nemendur við lestur og spjall.

Lesa meira