Nemendur á ferð og flugi

Nemendur á eðlisfræðilínu 4. bekkjar eru þessa dagana í náms- og skoðunarferð í Lundúnum og víðar á Englandi og hópur frönskunemenda er á förum til Parísar til að kynna sér mál og menningu borgarinnar.

Lesa meira

Söngsalur

Það styttist óðum í páskaleyfi og nemendur tóku þann slaginn í morgun að koma niður í Gamla skóla í löngu frímínútum og biðja um Söngsal. Skólameistari var bóngóður og sungið var í Kvosinni í þriðja tíma.

Lesa meira

Stjörnur himinsins

Í byrjun vikunnar var í Kvosinni í MA heljarstór svartur belgur, eins konar uppblásið kúlutjald, og innan úr því heyrðist eitt og annað, meðal annars mannamál.

Lesa meira

Vel sóttur foreldrafundur um forvarnir í MA

Að kvöldi 18. mars hélt foreldrafélag MA fund um forvarnir undir yfirskriftinni ?Neyslumenning og áhættuþættir í lífi yngstu nemendanna.? Mæting foreldra var sérstaklega góð og tóku þeir virkan þátt í umræðum.

Lesa meira

Í námsleiðangri í útlöndum

Nemendur í Fer 303, lokaáfanga á ferðamálakjörsviði, lögðu eldsnemma í morgun af stað í náms og kynnisferð í erlendri borg. Í Leifsstöð kom í ljós hvert fara skyldi og hverjir færu hvert.

Lesa meira

Heimsókn í Hof

Nemendur í FER103, fyrsta áfanga á ferðamálakjörsviði, fóru í gær í kynnisferð í menningarhúsið Hof, sem opnað verður með viðhöfn í ágústlok í sumar.

Lesa meira

Undur alheimsins - Málþing í Menntaskólanum á Akureyri 20. mars 2010

Laugardaginn 20. mars verður í Menntaskólanum á Akureyri málþing um stjörnufræði og stjörnuskoðun. Dagskráin er fjölbreytt og viðamikil, hefst klukkan 10.00 og stendur fram á kvöld ef veður leyfir.

Lesa meira

Opnir dagar - Ratatoskur

Opnir dagar, sem ganga undir nafninu Ratatoskur, verða í MA á mánudag og þriðjudag. Kenndir eru tveir fyrstu tímarnir en dagskráin hefst klukkan 10.00 báða dagana og stendur fram eftir degi.
Lesa meira

Sjálfboðastörf í 4. bekk

Í þessari viku hefjast sjálfboðastörf nemenda í 4. bekk í MA. Sjálfboðastörfin eru hluti af lífsleikniáfanga sem allir nemendur í 4. bekk Menntaskólans á Akureyri taka á sinni síðustu önn í skólanum

Lesa meira

Keppni á leiksviði

Á miðvikudagskvöld verður merkileg og óvenjuleg keppni á sviði Samkomuhússins á Akureyri þar sem Leiktu betur lið MA keppir við atvinnuleikara LA í leikhússporti.

Lesa meira