Guðný og Sindri á ráðstefnu í Essen

Guðný Valborg Guðmundsdóttir 4.A og Sindri Geir Óskarsson 4.G, verða fulltrúar Íslands á ungmennaráðstefnunni Arts for Education sem fer fram Essen í Þýskalandi í haust.

Lesa meira

Enskukennari óskast

Við Menntaskólann á Akureyri er laus til umsóknar staða í ensku. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í viðkomandi grein og kennsluréttindi. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst  2010.
Lesa meira

Með höndunum

Í skólanum eru þessa dagana sýnd verk sem nemendur í myndlistaráföngum og hönnunar- og fatasaumsáföngum hafa unnið á önninni.

Lesa meira

Af velgengni MA-stúdenta

Það er gaman að segja frá velgengni gamalla nemenda skólans og stöku sinnum berast okkur tíðindi. Í þetta sinn af doktorsvörn Sigurðar Stefánssonar og hönnun Emilíu Borgþórsdóttur.
Lesa meira

Kveðjustundir

Dimissio, burtsending stúdentsefnanna, var í dag. Eftir að fjórðubekkingar höfðu lokið söng á Sal báru fyrstubekkingar þá út úr húsi og þar tók við kveðjuþrautabraut.

Lesa meira

Sungu sitt síðasta

Síðustu söngvar fjórðubekkinga voru í morgun á Sal í Gamla skóla. Það er hefð að síðasta kennsludag komi þeir saman á sal og syngi, það er upphaf kveðjuathafnar þeirra.

Lesa meira

Íþróttameistarar skólans

Í dag voru nemendur í 1. bekk I krýndir íþróttameistarar skólans. Við það tækifæri voru jafnframt krýndir frjálsíþróttameistarar skólans, en þann titil hlutu nemendur í 2. bekk X.

Lesa meira

4A á Pálmholti

Nemendur í valgreininni barnabókmenntum í 4. A fóru á dögunum í heimsókn á leikskólann Pálmholt og lásu fyrir börnin úr frumsömdum barnabókum.

Lesa meira

Tónlistargjörningur á Torginu

Nemendur í TÓM103 - tónlist og menning voru með tónlistargjörning á Ráðhústorgi í gær, mánudaginn 17. maí þar sem tónlist var leikin af 9 bílum undir stjórn Þorláks Axels Jónssonar.

Lesa meira

Uppnám 2010

Nemendur í uppeldisfræði í 4. bekk Menntaskólans á Akureyri halda uppskeruhátíðina Uppnám á mánudaginn næsta og kynna þar lokaverkefni sín.

Lesa meira