Árstíðir

Hljómsveitin Árstíðir kom í heimsókn í MA í morgun og lék nokkur lög fyrir nemendur í Kvosinni í löngu frímínutum.

Lesa meira

Stjörnuskoðunarfélag MA

Undirbúningsfundur að stofnun Stjörnuskoðunarfélags Menntaskólans á Akureyri verður haldinn í skólanum í stofu H9 laugardaginn 6. mars kl. 16:00.

Lesa meira

Ný námskrá kynnt nemendum

Skólafélagið Huginn og skólayfirvöld boðuðu nemendur til kynningarfunda í Kvosinni í morgun þar sem þeim var kynnt sú nýja námskrá sem í smíðum er í skólanum og tekur gildi með nýjum nemendum á komandi hausti.

Lesa meira

Auðunn Skúta og Brandur áfram í eðlisfræðikeppninni

Auðunn Skúta Snæbjarnarson og Brandur Þorgrímsson í 4. bekk X unnu sér í forkeppni rétt til þátttöku í úrslitakeppninni í eðlisfræði. Alls komust 14 nemendur í úrslitin.

Lesa meira

Góð þátttaka í kynningu fyrir 9. bekkinga

Í gær var í Kvosinni kynning á námi Menntaskólans á Akureyri á hraðlínu almennrar brautar, sem er sérsniðin að nemendum sem kjósa að koma í skólann rakleitt úr 9. bekk grunnskóla.

Lesa meira

Hraðlína - kynning á mánudag

Kynningarfundur um námið á hraðlínu fyrir nemendur sem koma í MA beint úr 9. bekk verður mánudaginn 1. mars kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn í Kvos Menntaskólans á Akureyri, gengið inn frá Þórunnarstræti.

Lesa meira

Í minni mínu, sigurlagið í Söngkeppni MA

Söngkeppni MA var í kvöld í troðfullri Kvosinni. 18 atriði kepptu til verðlauna og í fyrsta sæti höfnuðu Darri Rafn Hólmarsson og Rakel Sigurðardóttir með lagið Í minni mínu.

Lesa meira

Í endurhæfingu

Síðastliðinn þriðjudag héldu nemendur í ENS523 út af örkinni og kynntu sér starfsemi Endurhæfingarstöðvar Sjálfsbjargar á Bjargi.

Lesa meira

Söngkeppni MA í kvöld

Söngkeppni MA verður í kvöld í Kvosinni og hefst klukkan 20.00. Keppnin er á ný haldin heima, en hefur að undanförnu verið haldin í KA-höllinni

Lesa meira

Icesave á mannamáli

Fimmtudaginn 25. febrúar verður fjallað um Icesavemálið í Kvosinni á fundi sem hefst klukkan 16.10. Fundurinn er þáttur í dagskrá lífsleikni 4. bekkjar en er opinn öllum

Lesa meira