Frábær frammistaða Brands á eðlisfræðileikunum
Brandur Þorgrímsson sem lauk stúdentsprófi frá MA í vor keppti í liði Íslands á Olympíuleikunum í eðlisfræði í sumar og hlaut heiðursviðurkenningu fyrir frammistöðu sína.
Brandur Þorgrímsson sem lauk stúdentsprófi frá MA í vor keppti í liði Íslands á Olympíuleikunum í eðlisfræði í sumar og hlaut heiðursviðurkenningu fyrir frammistöðu sína.
Innritun í MA er nú lokið. Aðsókn að skólanum var góð og hefja 230 nýnemar nám við MA á fyrsta ári haustið 2010. Þar af eru 16 nemendur sem koma beint úr 9. bekk.
Menntaskólanum á Akureyri var slitið í gær, 17. júní og 183 nýstúdentar brautskráðir frá skólanum.
Menntaskólanum á Akureyri verður slitið í 130. sinn og stúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri fimmtudaginn 17. júní næstkomandi.
Gengið hefur verið frá ráðningu þriggja nýrra kennara, í efnafræði, í líffræði og í félagsgreinum. Umsóknarfrestur um enskukennarastöðu er til 12. júní.
Helena Dam á Neystabø, menntamálaráðherra Færeyja, kom í heimsókn í Menntaskólann á Akureyri í morgun í fríðu föruneyti og kynnti sér starfsemi skólans.
Prófsýningar verða haldnar í flestum fögum eftir hádegi mánudaginn 7. júní. Í töflunni hér fyrir neðan er yfirlit yfir það hvernig kennarar ætla að haga prófsýningum sínum.
Einkunnir verða birtar á INNU eftir hádegi föstudaginn 4. júní. Prófsýningar í flestum greinum verða eftir hádegi mánudaginn 7. júní. Endurtökupróf hefjast 8. júní.