Punktar úr Parísarferð

Nú er liðinn mánuður síðan hópur frönskunemenda á þriðja ári fór til Parísar í páskafríinu undir dyggri leiðsögn Arnar Þórs frönskukennara og fyrrverandi Parísarbúa.
Lesa meira

Gefum blóð á miðvikudag

Að gefa blóð getur bjargað mannslífi. Blóðbankabíllinn er á ferð um landið og verður við Menntaskólann á Akureyri fyrir hádegi miðvikudaginn 9. maí.
Lesa meira

Sólskinsdagur

Tæplega er hægt að tala um sólbjartan voryl þetta árið en í dag skein sól og það var allt að því þokkalega hlýtt í geislum hennar og Huginsstjórn grillaði borgara.
Lesa meira

Fyrirlestrar um vist- og umhverfisfræði

Nemendur í 3. bekk TX og U kynna á morgun, fimmtudaginn 3. maí klukkan 13.05-16.05 verkefni sem þeir hafa unnið á önninni í áfanganum LÍF 113 hjá Kristínu Sigfúsdóttur.
Lesa meira

Heilsuviku lýkur

Föstudagur er lokadagur sérstakrar heilsuviku og verður síðasti grautardagurinn að sinni. Keppendur á íþróttadegi eru óðum að ljúka við að sleikja sárin.
Lesa meira

Íþróttadagur

Í heilsuvikunni í MA er nú komið að því að slá upp íþróttahátíð, en hún verður í Íþróttahöllinni milli klukkan 10 og 12. Áfram er boðið upp á hollustu í byrjun skóladags.
Lesa meira

Til Berlínar

Nemendur í þýskuáfanganum ÞÝS533 fara nú á föstudag í náms- og skoðunarferð til Berlínar og dvelja þar í þrjá daga.
Lesa meira

Kór MA syngur á laugardag

Kór MA tekur nú upp gamlan þráð og efnir til vortónleika á Sal í Gamla skóla núna á laugardaginn klukkan 15.
Lesa meira

4X fór á flakk

Þann 4. apríl síðastliðinn lögðu nemendur í 4.X af stað í ævintýraferð með vísindalegum brag til Lundúnaborgar undir leiðsögn Brynjólfs Eyjólfssonar, kennara.
Lesa meira

Fordómar og staðalmyndir

Foreldrafélag Menntaskólans á Akureyri (FORMA) býður foreldrum nemenda MA upp á fyrirlestra miðvikudaginn 25. apríl kl. 20:00 – 22:00 í Kvosinni í MA.
Lesa meira