Muninn, haustannarblað, kominn út

Í morgun tók ritstjórn Munins á móti nemendum með kakói og kleinum og í löngu frímínútunum var boðið upp á mjólk og randalín, enda var Muninn kominn í hús, ilmandi af prentsvertu.
Lesa meira

Um umhverfi og endurvinnslu

Í morgun var fyrirlestur hjá nemendum á náttúrufræðihluta Íslandsáfangans, þegar Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri Moltu fræddi þá um sorp og mögulega nýtingu þess.
Lesa meira

Málstofa félagsfræðinema

Nemendur í fjórða bekk félagsfræðibrautar, sem eru í aðferðafræðiáfanganum FÉL 403, halda málstofu í stofu G22 fimmtudaginn 15. desember.
Lesa meira

Efnafræðiráðstefna í Kvosinni á þriðjudag

Nemendur í þriðja bekk á náttúrufræði- og eðlisfræðibraut standa fyrir ráðstefnu um efnafræði í Kvosinni á þriðjudaginn kemur, 13. desember, klukkan 13.05-16.05.
Lesa meira

Árshátíð MA 2011

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri fer fram í kvöld í Íþróttahúsinu á Akureyri. Salur hallarinnar er þétt setinn af prúðbúnum nemendum og kennurum.
Lesa meira

Hátíð að höndum

Í dag er 1. desember, fullveldisdagur Íslands, dagur íslenskar tónlistar, alþjóðlegur dagur alnæmis og hinn forni árshátíðardagur Menntaskólans á Akureyri og áður lögboðinn frídagur í skólum.
Lesa meira

Alma hlaut verðlaun í netratleik

Alma Stefánsdóttir í 2. bekk Y tók á laugardaginn var á móti verðlaunum sem hún hlaut fyrir þátttöku í ratleik sem tengdist fornvarnadeginum.
Lesa meira

Heimsókn í Kristinu EA-410

Í síðustu viku gafst nemendum Íslandsáfangans (Samfélagshluta) færi á að skoða stærsta skip fiskveiðiflotans, Kristinu EA-410. Það segir ýmislegt um stærð skipsins að þeir fjórir hópar (samtals 100 manns) sem fengu leiðsögn um skipið hittust nánast aldrei.
Lesa meira

Fræðslumyndir frumsýndar

Nemendur á ferðamálakjörsviði 4. bekkjar í MA frumsýndu í gær kynningarmyndbönd sem þeir hafa unnið að á þessari önn og fjalla um íslenska náttúru og ferðamennsku.
Lesa meira

Fyrirlestur um tölvunarfræði

Á morgun, fimmtudag, kl. 10:00 stundvíslega verður fyrirlestur í M9. Hann er ætlaður nemendum á þriðja og fjórða ári á náttúrufræðibraut.
Lesa meira