Í morgunljóma

Morgunljóminn felur oft í sér ómetanlega fegurð. Stefán Erlingsson festi þetta andartak á mynd í morgun. Ársólin gyllir skýin og þau speglast í gluggum Gamla skóla.
Lesa meira

Ósvikin skemmtun

Oft er talað um að skemmtanalíf ungs fólks sé annað og verra en var, en gleðin og gamanið sem skein af þeim stóra hópi nemenda sem skemmti sér á tónleikum í Kvosinni í gærkvöldi var ósvikið.
Lesa meira

Tól og tæki til hversdagsnota í skólanum

Það kostar sitt að vera í skóla í nútímasamfélagi. Bækur kosta peninga, ritföng gera það líka, það er gömul saga, en nútímafólk þarf fleiri tól og tæki til daglegra nota í skólanum.
Lesa meira

Eldur í þurrkara á Heimavist

Eins og fram kemur í nýrri frétt á mbl.is hefur eldur kviknað í þurrkara í þvottahúsi í kjallara Heimavistar í dag. Slökkvilið kom á staðinn, slökkti og reykræsti, en engum varð meint af, sem betur fer.
Lesa meira

Sinfónía og sjónleikur

Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð nemendum MA á tónleika í Hofi í dag. Á sama tíma horfðu nemendur 2. bekkjar á leiksýningu um efni Eddukvæðanna í Kvosinni.
Lesa meira

Menningarferð nemenda til Reykjavíkur

Stór hópur nemenda fer á föstudaginn til Reykjavíkur í þétt skipaða menningarferð. Ferðin er farin á vegum skólafélagsins Hugins en stjórn félgsins og þrír kennarar verða með í för.
Lesa meira

Haustrfrí

Haustfrí er í Menntaskólanum á Akureyri i dag, mánudag, og á morgun, þriðjudag. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá á miðvikudag.
Lesa meira

Enskunám og Afghanistan

Líkt og undanfarin ár lesa nemendur í ENS613 skáldsöguna Flugdrekahlauparann eða The Kite Runner eftir Khaled Hosseini samhliða öðrum viðfangsefnum í áfanganum.
Lesa meira

Fimm nemendur í úrslit í stærðfræði

Fimm nemendur í Menntaskólanum á Akureyri eru í hópi þeira um það bil 20 nemenda sem best stóðu sig í forkeppninni og hafa unnið sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni í mars á næsta ári.
Lesa meira

Reiknað og reiknað og reiknað...

Nemendur sitja sveittir og reikna eftir að skólatíma lýkur á daginn. Nemendur í 4. bekk eðlisfræðibrautar bjóða upp á hjálpartíma í stærðfræði alla þriðjudaga eftir skóla.
Lesa meira