Kynning á hraðlínu

Þriðjudaginn 6. mars verður kynning á hraðlínu, almennri braut fyrir dugandi nemendur sem kjósa að koma rakleitt í menntaskóla að loknu prófi úr 9. bekk grunnskóla.
Lesa meira

29. febrúar

Skólameistari og nemendur gerðu í morgun með sér samkomulag sem byggir á skjali sem varðveitt hefur verið innrammað á skrifstofu aðstoðarskólameistara frá árinu 1984
Lesa meira

Móheiður í fyrsta sæti í Söngkeppni MA

Móheiður Guðmundsdóttir í 3F varð hlutskörpust í Söngkeppni MA í kvöld. Hún söng gamla og góða lagið Bang-Bang (My Baby Shot Me Down) við gítarundirleik Tandra Gaukssonar.
Lesa meira

Öskudagurinn

Nemendur gerðu sér glaða stund í Kvosinni í dag, á öskudegi. Að vanda var talsvert um skrautlega búið fólk, talsvert gaman gert í eina kennslustund og að lokum var dreift heilsueflandi karamellum.
Lesa meira

Nemendur kynna sér nám og störf

Í síðustu viku lögðu nemendur 4. bekkjar land undir fót og fjölmenntu til Reykjavíkur í því skyni að kynna sér þá mörgu möguleika sem þeim standa til boða eftir stúdentspróf.
Lesa meira

Átök um Söngkeppni framhaldsskólanna

Komið hefur í ljós að fyrirtækið sem skipulagt hefur Söngkeppni framhaldsskólanna undanfarin ár hefur hug á að flytja hana til Reykjavíkur, en hún hefur verið haldin á Akureyri í nokkur ár.
Lesa meira

Söngkeppni MA á fimmtudag

Söngkeppni MA verður haldin með pompi og prakt á fimmtudaginn næsta, 23. febrúar. Yfir 20 keppendur eru skráðir til leiks.
Lesa meira

Keppt og keppt og keppt...

Nemendur skólans taka þátt í margvíslegri keppni þessa dagana og margt er í boði á næstunni. Í dag, laugardag, taka nemendur í 3. bekk þátt í HR-askorun í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira

Vika franskrar tungu - Allons en France

Félag frönskukennara á Íslandi efnir á næstu dögum til myndbandasamkeppni meðal frönskunemenda í framhaldsskólum. Verðlaun fyrir besta myndbandið eru 10 daga dvöl í Frakklandi.
Lesa meira

Þýskuþrautin 2012

Þýskuþrautin 2012 fer fram miðvikudaginn 22. febrúar í stofu G14. Nemendur MA hafa reglulega tekið þátt í þrautinni og unnið til verðlauna. Á síðasta sumri fór Agnes Eva í mánaðarferð til Þýskalands.
Lesa meira