Muninn er kominn

Muninn, vorblað, kom út í gær, litskrúðugur og fjölbreyttur. Það sló þögn á mannfjöldann í Kvosinni um hádegisbilið og þegar að var gáð var það vegna þess að allir voru niðursokknir í blaðið. Og þögnin breiddist út og inn í kennslustofur þar sem nemendur gátu tæplega slitið sig frá lestri og myndaskoðun.
Lesa meira

Sparifatakaffi

Nemendur fjórða bekkjar koma spariklæddir í skólann daginn fyrir Dimissio og bjóða þá kennurum og stafsfólki í kaffi og kræsingar á Sal í Gamla skóla. Þetta gerðist í gær.
Lesa meira

Úr pappír í fimleikastjörnur

Á hverju ári undanfarið hafa nemendur Helgu Árnadóttur í myndlist búið til skúlptúra, og notað við það úrgangspappír, reyndar endurunnið pappírinn í þágu listarinnar.

Lesa meira

Mývatnssveitarferð Íslands NÁT

Í morgun fóru um 130 nemendur og 5 kennarar í náms- og vinnuferð í Mývatnssveit. Ferðin er einn af námsþáttum í náttúrufræðihluta Íslandsáfangans.

Lesa meira

Óljós mörk í stafrænum heimi

Á föstudaginn flutti Guðjón Hreinn Hauksson kennari fyrirlestur í Kvosinni fyrir nemendur í náttúrufræðihluta Íslandsáfangans og fjallaði þar um tölvuleiki og staðalímyndir í tölvu- og myndheimum.

Lesa meira

Vatnið, plastið og pappaglösin

Nemendur komu því á í fyrravetur að sett yrði upp kaffivél í Kvosinni og núna í vetur var það fyrir áhrif nemenda að tekin var í notkun vél sem skammtar fólki kalt vatn.

Lesa meira

Annir á bókasafninu

Það er þétt setinn bekkurinn á bókasafni MA flesta daga. Nemendur sitja þar við nám og alls konar verkefnavinnu, meðal annars í Íslandsáfanganum.

Lesa meira

Ratatoskur í upphafi næstu viku

Ratatoskur verður á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Skólafélagið Huginn auglýsir nú eftir nemendum og kennurum sem vilja bjóða upp á námskeið eða kynningar.

Lesa meira

Agnes Eva komst í úrslit efnafræðikeppninnar

Agnes Eva Þórarinsdóttir í 3T náði þeim ágæta árangri í forkeppni efnafræðikeppninnar á dögunum að komast í 16 manna hóp, sem fær að taka þátt í úrslitakeppnninni 12. og 13. mars.

Lesa meira

Sunna vann í Söngkeppninni

Sunna Friðjónsdótttir vann Söngkeppni MA á fimmtudaginn þegar hún söng Proud Mary, sem margir hafa flutt, m.a. Tina Turner. Sunna verður fulltrúi MA í Söngkeppni framhaldsskólanna í Íþróttahöllinni 9. apríl.
Lesa meira