Evrópski tungumáladagurinn í MA

Í dag er evrópski tungumáladagurinn og að því tilefni var unnið að evrópskum málfarsverkefnum í tvær kennslustundir eftir hádegi.
Lesa meira

Um skólaferðir

Umræður hafa verið nokkrar um skólaferðalög, meðal annars ferð núverandi fjórðubekkinga í MA til Spánar. Því hefur jafnvel verið haldið fram að skólameistari sé búinn að banna þessar ferðir.
Lesa meira

Haustþing framhaldsskóla á Norðurlandi

Haustþing framhaldsskóla á Norðurlandi verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri þann 30. september. Kennsla fellur af þeim sökum niður.
Lesa meira

Stoðtímar í stærðfræði

Nemendur í 4. bekk X bjóða nemendum að koma í stoðtíma og æfingatíma í stærðfræði. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 27. september (á morgun) klukkan 16.20 í stofu H5.
Lesa meira

Busavígsla í dag

Busavígsla er í dag. Nemendur 1. bekkjar hætta þar með að vera busar og verða upp frá því menntaskólanemar. Mikið er um að vera í Kvosinni og hluti af vígslunni er að busar sýni listir sínar á sviði.
Lesa meira

Skólinn settur í 132. sinn

Menntaskólinn á Akureyri var settur í 132. sinn í dag. Jón Már Héðinsson setti skólann og lagði nemendum lífsreglur.
Lesa meira

Bókamiðlun nemenda

Hagsmunaráð Hugins, skólafélags MA, mun sjá um miðlun gamalla kennslubóka. Móttaka notaðra bóka er á miðvikudag og fimmtudag en bækur verða seldar á föstudag og mánudag.
Lesa meira

Fyrsti skóladagurinn

Menntaskólinn á Akureyri verður settur miðvikudaginn 14. september klukkan 10.30 í Kvosinni, sal skólans á Hólum.
Lesa meira

Við upphaf nýs skólaárs

Nú nálgast sú stund að skólahúsin verði iðandi af lífi og nemendur komi til starfa að loknu sumarleyfi. Skólinn verður settur miðvikudaginn 14. september klukkan 10.30.
Lesa meira

Uppfærsla á póstþjóni

Nú um stundir er unnið að uppfærslu á póstþjóni skólans. Notendur skulu ekki láta sér bregða við tómlegt pósthólf, gamli pósturinn verður lesinn inn í dag, 6. september. Allt ætti að vera á sínum stað í enda dags. Ef eitthvað er ekki eins og það á að vera skuluð þið hafa samband við Guðjón, s: 455 1564 eða gudjon@ma.is.
Lesa meira