Busavígsla í dag

Busavígsla er í dag. Nemendur 1. bekkjar hætta þar með að vera busar og verða upp frá því menntaskólanemar. Mikið er um að vera í Kvosinni og hluti af vígslunni er að busar sýni listir sínar á sviði.
Lesa meira

Skólinn settur í 132. sinn

Menntaskólinn á Akureyri var settur í 132. sinn í dag. Jón Már Héðinsson setti skólann og lagði nemendum lífsreglur.
Lesa meira

Bókamiðlun nemenda

Hagsmunaráð Hugins, skólafélags MA, mun sjá um miðlun gamalla kennslubóka. Móttaka notaðra bóka er á miðvikudag og fimmtudag en bækur verða seldar á föstudag og mánudag.
Lesa meira

Fyrsti skóladagurinn

Menntaskólinn á Akureyri verður settur miðvikudaginn 14. september klukkan 10.30 í Kvosinni, sal skólans á Hólum.
Lesa meira

Við upphaf nýs skólaárs

Nú nálgast sú stund að skólahúsin verði iðandi af lífi og nemendur komi til starfa að loknu sumarleyfi. Skólinn verður settur miðvikudaginn 14. september klukkan 10.30.
Lesa meira

Uppfærsla á póstþjóni

Nú um stundir er unnið að uppfærslu á póstþjóni skólans. Notendur skulu ekki láta sér bregða við tómlegt pósthólf, gamli pósturinn verður lesinn inn í dag, 6. september. Allt ætti að vera á sínum stað í enda dags. Ef eitthvað er ekki eins og það á að vera skuluð þið hafa samband við Guðjón, s: 455 1564 eða gudjon@ma.is.
Lesa meira

Skólinn settur 14. september

Menntaskólinn á Akureyri verður settur miðvikudaginn 14. september kl. 10:30. Kennsla hefst daginn eftir samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Matsskýrsla um nýja námskrá

Skýrsla matsfulltrúa um vinnu við nýja námskrá í Menntaskólanum á Akureyri er komin út. Veigamikinn sess í skýrslunni skipar mat á nýjum Íslandsáfanga en einnig er fjallað um velgengnisdaga og aðrar greinar sem tilheyra nýrri námskrá.
Lesa meira

Sumarleyfi - hús lokuð

Frá 1. júlí til 22. ágúst verða hús og skrifstofur skólans lokuð. Fjármálastjóri verður við störf virka daga frá kl. 08.00 - 12.00 og 13:00 - 16:00 og sinnir erindum sem eru á hans verksviði og svarar símtölum. Önnur erindi til skólans má senda í tölvupósti á ma@ma.is.
Lesa meira

Myndasöfn á nýjum vef

Á ma.is er nú hægt að skoða fjölmörg myndaalbúm frá líðnu skólaári. Á Skólatorgi er smellt á tengilinn Myndasafn. Þá birtast fyrst þrjú albúm með myndum frá skólaslitum 17. júní og albúmunum er síðan raðað nokkurn veginn í tímaröð, nýjust fyrst og elst síðast.
Lesa meira