20.08.2011
Menntaskólinn á Akureyri verður settur miðvikudaginn 14. september kl. 10:30. Kennsla hefst daginn eftir samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira
14.08.2011
Skýrsla matsfulltrúa um vinnu við nýja námskrá í Menntaskólanum á Akureyri er komin út. Veigamikinn sess í skýrslunni skipar mat á nýjum Íslandsáfanga en einnig er fjallað um velgengnisdaga og aðrar greinar sem tilheyra nýrri námskrá.
Lesa meira
04.07.2011
Frá 1. júlí til 22. ágúst verða hús og skrifstofur skólans lokuð. Fjármálastjóri verður við störf virka daga frá kl. 08.00 - 12.00 og 13:00 - 16:00 og sinnir erindum sem eru á hans verksviði og svarar símtölum. Önnur erindi til skólans má senda í tölvupósti á ma@ma.is.
Lesa meira
28.06.2011
Á ma.is er nú hægt að skoða fjölmörg myndaalbúm frá líðnu skólaári. Á Skólatorgi er smellt á tengilinn Myndasafn. Þá birtast fyrst þrjú albúm með myndum frá skólaslitum 17. júní og albúmunum er síðan raðað nokkurn veginn í tímaröð, nýjust fyrst og elst síðast.
Lesa meira
27.06.2011
Við Menntaskólann á Akureyri er laust til umsóknar starf í uppeldisfræði og sálfræði. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í uppeldisfræði eða sálfræði og kennsluréttindi. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2011.
Lesa meira
24.06.2011
Á undanförnum vikum hefur verið unnið að því að endurnýja vef MA. Nýi vefurinn er í vefumsjónarkerfinu Moya hjá Stefnu hugbúnaðarhúsi á Akureyri.
Lesa meira
24.06.2011
Úthlutað var úr Uglunni, hollvinasjóði MA, í fyrsta sinn 17. júní. Ragna Árnadóttir fulltrúi 25 ára stúdenta tilkynnti að sjóðurinn hefði ákveðið að veita styrk til allra þeirra þriggja verkefna sem um var sótt.
Lesa meira
23.06.2011
Inntöku nemenda er lokið. Teknir voru inn í fyrsta bekk 215 nemendur sem lokið hafa 10. bekk og að auki 18 nemendur á hraðlínu, beint úr 9. bekk grunnskóla.
Lesa meira
22.06.2011
Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 131. sinn í dag. Jón Már Héðinsson skólameistari sleit skóla og brautskráði 166 nýstúdenta. Eva María Ingvadóttir var hæst á stúdentsprófi með 9.69.
Lesa meira
17.06.2011
Menntaskólinn á Akureyri sendir nýstúdentum, fjölskyldum þeirra og vinum, starfsfólki skólans og ekki síst afmælisárgögnunum, júbílöntunum, bestu óskir um gleðilega hátíð.
Lesa meira